Erindi: Áskorun í COVID – Unnur Sverrisdóttir forstjóri

mánudagur, 16. maí 2022 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Unnur Sverris

Unnur er forstjóri Vinnumálastofnunar og félagi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness. Hún segir okkur frá þeim áskorunum sem stofnunin tókst á við í Covid,  hvaða áhrif Covid hefur haft á vinnumarkaðinn, á starfsemi VMST og málaflokkana sem stofnunin sinnir. Unnur fjallar um hvað má læra af viðbrögðum við heimsfaraldrinum upp á næstu áföll á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Kynnir:  Jón Sigurðsson.  Fundurinn er í umsjón ritnefndar sem í sitja Gunnhildur Arnardóttir formaður, Jón Sigurðsson og Esther Guðmundsdóttir.