Sigurlína er einn reyndasti stjórnandi í heimi á sviði tölvuleikja. Hún ætlar að tala um reynslu sína af tölvuleikjum og tölvuleikjaframleiðslu í fjórum löndum. Ræða um stöðu tölvuleikja í dag og hvernig hún sér þá þróast í framtíðinni í samhengi við aðra miðla og fjarskiptatækni.
Sigurlína stýrði þróun Star Wars Battlefront sem er mest seldi Star Wars tölvuleikur allra tíma. Hún stýrði einnig framtíðarstefnu EA Sports FIFA, knattspyrnutölvuleiksins sem er eitt stærsta tölvuleikjavörumerki sögunnar. Sigurlína situr í stjórnum fyrirtækjanna Solid Clouds, Aldin Dynamics, Carbon Recycling International og vaxtarsjóðsins Eyris Vaxtar. Kynnir: Esther Guðmundsdóttir. Fundurinn er í umsjón ritnefndar sem í sitja Gunnhildur Arnardóttir formaður, Jón Sigurðsson og Esther Guðmundsdóttir.