Ottó Guðjónsson er fæddur í Bandaríkjunum 1957 en flutti heim til Íslands með foreldrum sínum áður en skólaganga hófst. Hann fór í Menntaskólann við Sund og þaðan beint í læknisfræði í Háskóla Íslands. Þaðan fór Ottó í sérnám í almennum skurðlækningum í New York og starfaði þar um árabil en flutti heim 2002 og er nú með stofu í Glæsibæ.
Fundurinn er í umsjón samfélagsnefndar sem í sitja Sólveig Baldursdóttir formaður, Viðar Þorkelsson og Þórhildur Líndal. Fundurinn verður á Nauthóli.