Við bjóðum gesti og Rótarýfélaga velkomna á kynningarfund á Rótarýdaginn, miðvikudaginn 23. febrúar nk. kl. 17:00 í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101.
Kynning á Rótarýhreyfingunni, Rotaract og starfi Rótarýklúbbsins Reykjavík Miðborg. Hrefna Sigríður Briem, forseti klúbbsins flytur kynningu.
Á fundinum verður afhentur styrkur til Hollvinasamtaka Grensásdeildar frá Rótarýklúbbi Reykjavík-Miðborg. Kynnt verður mikilvægt starf Hollvina Grensáss og Grensásdeild Landspítala. Guðrún Pétursdóttir, formaður Hollvina Grensásdeildar flytur kynningu.