Jafnréttismál og aðgerðir Íslands á alþjóðavettvangi – Stella Samúelsdóttir

mánudagur, 14. febrúar 2022 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Stella
Erindið flytur Stella Samúelsdóttir. Hún hefur verið starfandi framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í tæp fimm ár, eða frá árinu 2017. Ferill hennar síðastliðin átján ár hefur verið á vettvangi alþjóða- og þróunarmála með áherslu á jafnréttismál. Í fyrri störfum sínum starfaði hún sem ráðgjafi í þróunarmálum, hún starfaði fyrir utanríkisráðuneytið hjá fastanefnd Íslands til Sameinuðu þjóðanna í New York og í fimm ár starfaði hún fyrir íslensk stjórnvöld hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands við tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví í sunnanverðri Afríku. 
Fundurinn er í umsjón alþjóðanefndar sem í sitja Sævar Kristinsson formaður, Aðalsteinn Leifsson og Auður Björk Guðmundsdóttir. Fundurinn verður á Nauthóli.