Öryggi og varnir Íslands – eigi „..langt frá heimsins vígaslóð.“ Erindi: Friðrik Jónsson

mánudagur, 31. janúar 2022 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Friðrik Jónsson
Erindið flytur Friðrik Jónsson. Hann er formaður Bandalags háskólamanna, og tók við því hlutverki í lok maí 2021. Áður starfaði hann innan utanríkisþjónustunnar í rúm 25 ár, síðast sem annars vegar forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og hins vegar sem fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautsráðsins (Senior Arctic Official). Áður gegndi hann til skamms tíma stöðu deildarstjóra úttekta og eftirlits á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þar á undan var hann fulltrúi Íslands í hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins frá 2014-2019, þar af síðasta árið sem forseti (e. Dean) nefndarinnar, fyrstur borgaralegra fulltrúa til að bera þann titil. Frá 2011 til 2015 starfaði Friðrik sem ráðgjafi aðalfulltrúa Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóðabankans í Washington DC. Sumarið 2009 fór hann til starfa í Afganistan, fyrst hjá alþjóðaliðinu í Afganistan (ISAF) í 12 mánuði sem aðstoðarforstöðumaður þróunarmála hjá sérstakri stöðugleika-deild. Í framhaldi af því gengdi hann stöðu samræmingarfulltrúa fyrir þróunarmál hjá sendisveit Sameinuðu þjóðanna í Afganistan (UNAMA). Friðrik hóf feril sinn hjá íslensku utanríkisþjónustunni í janúar 1996 og hefur starfað á alþjóða-, varnarmála-, viðskipta-, og þróunarmálaskrifstofum ráðuneytisins. Fyrsta skipun hans erlendis var við sendiráð Íslands í Bandaríkjunum árið 1998 og gengdi hann stöðu fyrsta sendiráðsritara og varnarmálafulltrúa. Frá 2002 til 2006 starfaði Friðrik sem staðgengill sendiherra við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn.  Friðrik er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum og herkænskufræðum auk MBA í alþjóðaviðskiptum og BA gráðu í alþjóða- og ríkjasamskiptum. Fundurinn er í umsjón alþjóðanefndar sem í sitja Sævar Kristinsson formaður, Aðalsteinn Leifsson og Auður Björk Guðmundsdóttir. Fundurinn verður á Teams.