Covid og norrænt samstarf í Verzló – Guðrún Inga Sívertsen

mánudagur, 24. janúar 2022 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Guðrún Inga

Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands mun flytja erindi fyrir okkur.  Hún er fyrsta konan til að gegna þessu embætti í rúmlega 110 ára sögu skólans.  Erindi hennar mun fjalla um aðgerðir skólans í ljósi Covid ásamt því að segja okkur frá norrænu samstarfi skólans á sviði menntunar. Guðrún hefur starfað við Verzlunarskólann nær óslitið frá árinu 2002. Hún lauk BA prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands, er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu, diplómanám í kennslufræði frá sama skóla og er að ljúka AMP námi frá IESE háskólanum í Barcelona á Spáni. Fundurinn er í umsjón alþjóðanefndar sem í sitja Sævar Kristinsson formaður, Aðalsteinn Leifsson og Auður Björk Guðmundsdóttir. Fundurinn verður á Teams.