Því miður þá forfallast gestur okkar Andrea Gunnarsdóttir á morgun en í stað hennar mun Sævar Kristinsson félagi okkar hlaupa í skarðið og flytja erindi um stöðu ferðaþjónustunnar. Hann mun m.a. ræða stöðuna út frá könnun sem gerð var meðal ferðaþjónustufyrirtækja. Sævar starfar sem verkefnastjóri á ráðgjafarsviði hjá KPMG. Hann hefur starfað með KPMG frá árinu 2013 með sérstaka áherslu á sviðsmyndagerð, stefnumótun og rekstrarstjórnun. Hann var áður framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Netspors í 12 ár. Sævar er með Cand.Oecon gráðu frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Fundurinn er á vegum skemmtinefndar og verður á Teams.