Stefán S. Stefánsson félagi okkar mun leika nokkur ljúflingslög í anda hátíðarinnar ásamt félögum sínum. Eva Björg Ægisdóttir, rithöfundur, verður einnig gestur á fundinum. Hún vann samkeppni um Svartfuglinn árið 2018 fyrir handritið að fyrstu bók sinni – „Marrið í stiganum“ - og á þessu ári hlaut hún rýting Samtaka breskra glæpasagnahöfunda fyrir þá bók. Nýjasta bók hennar er „Þú sérð mig ekki“, í fyrra kom út „Næturskuggar“ og árið áður „Stelpur sem ljúga“.