Aníta Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir munu flytja erindi sem nefnist Ræðum um peninga. Þær standa að baki samstarfsverkefninu Fortuna Invest og halda úti samnefndum miðli á Instagram. Markmið miðilsins er að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði með því að setja fram skýra og hvetjandi fræðslu um fjárfestingar. Á skömmum tíma hafa rúmlega 13 þúsund manns fylgt miðlinum og þær hafa komið fram í fjölda viðtala og viðburða. Nýjasta útspil Fortuna Invest er bókin Fjárfestingar sem kom út um miðjan nóvember. Fundurinn er í umsjón sem í sitja Arney Einarsdóttir formaður, Árni Stefánsson, Magnús Harðarson og Hanna María Siggeirsdóttir verndari nefndarinnar.