Fyrirlesari verður Eirikur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur er höfundur níu fræðibóka og fjölda tímaritsgreina. Hann skrifar aðallega um þjóðernishyggju, popúlisma, samsæriskenningar, Evrópusamruna, íslensk stjórnmál og um þátttökulýðræði. Hann er einnig höfundur þriggja skáldsagna sem gefnar hafa verið út á íslensku. Eiríkur lauk meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1998 og Ph.D. í stjórnmálafræði frá Háskóli Íslands árið 2009. Fundurinn er í umsjón Ungmennanefndar sem í sitja Arney Einarsdóttir formaður, Árni Stefánsson, Magnús Harðarson og Hanna María Siggeirsdóttir verndari nefndarinnar.