Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og forseti EGA mætti með fyrirlesturinn "HItler lét lífið í bönker". Margt fróðlegt kom fram hjá honum, ma að um 40 þús. manns stunduðu golfíþróttina hér á Íslandi. Þrátt fyrir erfiðleika síðasta sumars vegna veirunnar, þá var þetta besta ár í sögu golfsins á Íslandi, félögum fjölgaði (?) um 14%. Hann benti á að golfið væri hin eina sanna fjölskylduíþrótt og þegar nýjar golfstjörnur stíga fram eins og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þá vekur það mikla athygli og nýir áhugamenn verða til. Á Íslandi er þriðjungur þeirra sem spila konur sem er hátt hlutfall.
Golfið er einstaklingsíþrótt og getur ekki treyst á mikinn fjárstuðning. Til er sjóður sem heitir Forskot, hugsaður til að styrkja atvinnukylfinga þegar þeir stíga sín fyrstu skref.