Dagný Hrönn Pétursdóttir framkvæmdastjóri uppbyggingar Sky Lagoon Spa á Kársnesinu kynnir fyrir okkur þessar merku framkvæmdir sem fyrirhugað er að opna um mitt næsta ár.
Meira þegar nær dregur.
Nýtt 4 milljarða baðlón á Kársnesi fær nafnið Sky Lagoon REYKJAVIK – (June 11, 2020) – Nýtt baðlón rís nú á Kársnesi í Kópavogi og hefur það fengið nafnið Sky Lagoon. Um er að ræða eina af stærstu framkvæmdum í ferðaþjónustu síðustu ára og er áætlaður framkvæmdakostnaður um 4 milljarðar. Íslensk baðmenning er svo mikilvægur hluti af okkar menningu, við sjálf erum dugleg að nýta okkur hana til slökunar og endurnæringar og erlendir gestir okkar eru forvitnir og vilja kynnast þessum spennandi menningararfi okkar Íslendinga. Heita vatnið er sérstakt, útsýni og ósnert náttúra er sérstök, bjartar sumarnætur, dimmir vetrardagar, birtan og sjórinn. Það er svo margt af því sem fólki finnst einstakt við Ísland sem mun sameinast í Sky Lagoon. Þar munu viðskiptavinir ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um íslenska kletta með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á höfuðborgarsvæðinu," segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon en hún var áður framkvæmdastjóri Bláa Lónsins í 10 ár.