Gengi krónunnar í ljósi Covid.

mánudagur, 23. nóvember 2020 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Ásta Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar hélt erindi um gengi krónunnar í ljósi Covid. Ásta tók við rekstri Krónunnar sl. október (2020). Ásta hefur dvalið víða í ýmsum ábyrgðarmiklum störfum áður en hún kom heim til Íslands 2017. Krónan er í eigu Festi. Ásta sagði okkur frá ýmsum nýjungum sem teknar hafa verið upp, td. allir plastpokar teknir út í október. Krónan er að fá Svansvottun í öllum sínum verslunum. Krónan býur nú upp á "Korter í fjögur", fljótlega rétti sem hægt er að grípa með sér á heimleið úr vinnu, hægt er að kaupa tilbúið jólahlaðborð fyrir 8 og taka með sér heim svo eitthvað sé nefnt. Fjörugar umræðu spunnust og nokkrar góðar athugasemdir komu einnig sem Ásta þakkaði fyrir og sagðist mundi líta nánar á. Hún nefndi líka Krónuappið. Með fyrirlesara mættu 31 maður á fjarfundinn.