Covid19 staðan á Íslandi í dag. Hverju má búast við í nánustu framtíð?

mánudagur, 14. september 2020 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík

COVID-19 

- staðan á Íslandi og framtíðarhorfur –

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.


COVID-19 greindist í Kína í lok árs 2019. Síðan þá hefur sýkingin dreifst um allan heim og hafa tæplega 28 milljónir greinst og um 900.000 látist af hennar völdum.

Á Íslandi greindist COVID-19 fyrst þ. 28. febrúar  2020 og þ. 9. september höfðu alls 2.153 einstaklingar greinst með sjúkdóminn, um 120 lagst inn á sjúkrahús, um 30 þurftu innlögn á gjörgæsludeild og 10 látist. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun hér hér fara yfir helstu atriði faraldursins á Íslandi, aðgerðir gegn honum og framtíðarhorfur.

Þórólfur Guðnason útskrifaðist frá læknadeild HÍ árið 1981 og stundaði námi í barnalækningum og smitsjúkdómum barna í Bandaríkjunum á árunum 1985-1990. Hann starfaði á Barnaspítala Hringsins á árunum 1990-2015 og lauk doktorsprófi í lýðheilsuvísindum frá HÍ 2013.

Hann hefur starfað hjá sóttvarnalækni frá árinu 2002 og var skipaður sóttvarnalæknir 2015.

Góður rómur var gerður að erindi Þórólfs sem fór í gegnum tilurð og sögu Covid19, allt frá undirbúningi fyrir komu sjúkdómsins og síðan í gegnum viðbrögð (smitrrakningu, einangrun, sóttkví og reglulega upplýsingagjöf) og nýtingu allra sóttvarnaáætlana embættisins. Óhætt er að segja að Íslendingar standa vel miðað við aðrar þjóðir en erfitt er um samanburð vegna mjög mismunandi þróunar og beitingu aðferða í hinum ól+iku löndum.