Hvað skiptir máli við mat á hagfræðilegum áhrifum COVID-19

mánudagur, 21. september 2020 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur ritað fjölda vísindagreina í innlend og erlend vísindatímarit, bókakafla og bækur um hagfræðileg málefni. Í rannsóknum sínum hefur hún meðal annars beint sjónum sínum sérstaklega að heilbrigðismálum og er hún t.d. ritstjóri alþjóðlega fagtímaritsins Health Economics. Tinna stýrir jafnframt alþjóðlega rannsóknarteyminu ConCIV, sem á íslensku hefur  verið kallað Teymi um tekjuuppbót.

 

Í erindi sínu mun Tinna fjalla um það vandasama verk að meta hagfræðileg áhrif af COVID-19 í heild sinni, sem og hagkvæmni einstakra íhlutana hins opinbera á sviði sóttvarna. Stutt myndband þar sem hún lýsir hagfræðilegri greiningu er varðar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum má t.d. finna hér https://www.youtube.com/watch?v=PhybiLa0UU0&t=1060s. Hún vinnur þessa dagana jafnframt að mati á hagkvæmni heimsóknartakmarkana á öldrunar- og dvalarheimilum.