Kynning á RÚV 2020

mánudagur, 11. maí 2020 12:00-13:00, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ætlað að vera með kynningu á RÚV þar sem fjallað verður um RÚV í nútíð og framtíð.

Stefán Eiríksson fæddist á Akureyri árið 1970. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1996 og hóf þá þegar störf í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Frá árinu 1999-2001 starfaði hann í sendiráði Íslands í Brussel og var síðan skipaður skrifstofustjóri löggæslu- og dómsmálaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins haustið 2001. Árið 2006 var Stefán skipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, þegar umtalsverðar breytingar voru gerðar á skipulagi lögreglumála m.a. með sameiningu lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt embætti. Árið 2014 var Stefán ráðinn sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og árið 2017 var hann ráðinn borgarritari og jafnframt staðgengill borgarstjóra. Fyrr á þessu ári var Stefán ráðinn í starf útvarpsstjóra og tók til starfa 1. mars sl. Stefán er kvæntur Helgu Snæbjörnsdóttur grunnskólakennara og eiga þau fimm drengi á breiðu aldursbili.

Fundurinn fer fram á Zoom meðfylgjandi er hlekkurinn:

 

Join Zoom Meeting
https://us02web.zoom.us/j/81670485278?pwd=N0JGSDV4WWFxSmtCenFMWXNiOWZqZz09

Meeting ID: 816 7048 5278
Password: 102451