Áskoranir Þjóðlistasafns

mánudagur, 18. maí 2020 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík

Í erindi sínu mun Harpa Þórsdóttir kynni hlutverk og starfsemi Listasafns Íslands á alþjóðlegum degi safna.

 

Harpa er fædd í Reykjavík árið 1972 og ólst upp í Vesturbænum, Skerjafirði nánar tiltekið. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá MR flutti hún til Frakklands þar sem hún bjó í 10 ár og nam m.a. listasögu við Sorbonne háskóla í París þaðan sem hún lauk Matrise gráðu árið 1998. Harpa flutti aftur heim með fjölskyldu sinni árið 2002 og starfaði næstu árin sem deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands. Árið 2008 var hún ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ og starfaði þar í 9 ár, þar til hún var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands, árið 2017.

Harpa býr í miðbæ Reykjavíkur er gift Kára Sölmundarsyni framkvæmdastjóra og eiga þau 3 dætur sem stunda nám í MH og Austurbæjarskóla. Áhugamálin eru fjölbreytt en í frítíma sem gefst á sumrin reynir hún sem mest og best að spila golf.

Harpa er félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur.