Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

mánudagur, 27. apríl 2020 12:00-13:00, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Á fundinum mun María Kristín Gylfadóttir mennta-og nýsköpunarráðgjafi  fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en hún er verkefnastjóri innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á menntasviði hjá Kópavogsbæ. María er jafnframt sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá NORTH Consulting ehf sem veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf varðandi innlenda og erlenda styrktarsjóði. Áður var María stjórnandi Erasmus+ menntaáætlunar ESB hjá Rannís og starfsmaður hjá Framkvæmdastjórn ESB í nýsköpun og stefnumótun í menntun.  María er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, MA gráðu í evrópskum stjórnmálum frá Georgetown háskóla í Washington DC og BA gráðu í alþjóðafræðum og fjölmiðlun frá Auburn háskóla í Alabama.  María er virk í félagsmálum, var um 4 ára skeið formaður Heimilis og skóla og er meðlimur í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar frá 2005.