Íbúar í forgrunni

mánudagur, 20. apríl 2020 12:00-13:00, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Við ætlum að vera með smá frumraun og boða til zoomfundar á mánudaginn í staðinn fyrir hefðbundinn fund þar sem samkomubannið gildir ennþá. Fyrirlesari fundarins er Páll Líndal og ber fyrirlesturinn titilinn: Íbúar í forgrunni.

"Í tímum aukinna krafna um sjálfbærni, íbúalýðræði og mannvænt umhverfi, hefur Djúpavogshreppur á síðustu árum stigið áhugaverð skref í stefnumótun sinni. Má þar nefna afgerandi skref í skipulagsmálum s.s. hvað varðar verndun náttúru og menningarminja og áherslna um að hönnun og mótun umhverfis hámarki gæði umhverfis og vellíðan fólks. Þá hefur sveitarfélagið frá árinu 2013 verið aðili að alþjóðlegum samtökum Cittaslow, sem hafa að markmiði að skapa mannvænt og sjálfbært samfélag. Í Djúpavogshreppi hefur fólk leyft sér að hugsa öðruvísi og hefur sveitarfélagið því hlotið verðskuldaða athygli  hérlendis sem erlendis."

Hér er hlekkur á fundinn.

Join Zoom Meeting
https://us02web.zoom.us/j/86204387387?pwd=cHNVZ2U1UVo3VXdFOHhSai9MSUNkQT09

Meeting ID: 862 0438 7387
Password: 349812