,,Arfleifð Pike Ward. Með Ísland i farteskinu"

mánudagur, 27. janúar 2020 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík

Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur og  sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands hefur samþykkt að flytja erindi hjá okkur þann 27.1. Heiti erindis: ,,Arfleifð Pike Ward. Með Ísland i farteskinu". 

 

Englendingurinn Pike Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900. Hann gerði út frá Hafnarfirði en ferðaðist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Hann kenndi Íslendingum að nýta minni fisk og staðgreiddi með peningum sem var nýlunda hér á landi. Ward var áhugaljósmyndari og tók myndir af daglegu lífi og frá fáförnum slóðum áður en Íslendingar hófu að taka myndir af áhugamennsku. Í því felst sérstaða mynda hans. Ward myndaði strax í sinni fyrstu heimsókn til Íslands árið 1893. Þá var ein ljósmyndastofa rekin í Reykjavík og engir Íslendingar farnir að taka myndir í áhugamennsku.

 

Margrét Hallgrímsdóttir mun kynna Ingu Láru.