Hvað getum við lært af Klopp i almannatengslum

mánudagur, 20. janúar 2020 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Fyrirlesari er Viggó Jónsson einn af eigendum Aton.JL almannatengsla.

Í fyrirlestrinum fræðumst við um hvernig er best að koma fram á blaðamannafundum í gegnum Jurgen Klopp framkvæmdastjóra Liverpool, sem hefur heillað heimsbyggðina með framkomu sinni, jafnt eftir ósigra sem sigra. Viggó Jónsson hefur áratuga reynslu sem hugmyndasmiður á auglýsingastofum og hefur gert margar verðlaunaauglýsingar. 

Pétur Blöndal kynnir fyrirlesara.