Rekstur fyrirtækis í fjölþjóðlegu umhverfi í Evrópu

mánudagur, 30. september 2019 12:10-13:30, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Fyrirlesari er Bjarney Sonja Breidert, framkvæmdastjóri og eigandi 1xINTERNET í Þýskalandi.

1xINTERNET í 1xINTERNET er hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Frankfurt, Þýskalandi og er með útibú bæði á Íslandi og á Spáni. Starfsmenn fyrirtækisins eru 32 talsins og koma frá 15 mismunandi þjóðernum. Á meðal viðskiptavina 1xINTERNET eru Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, EFTA, Jägermeister, Náttúrufræðistofnun Íslands og fleiri. Bjarney mun í þessum fyrirlestri fjalla um hvernig það er að reka svokallað nútímafyrirtæki þar sem fjölbreytileikinn ræður för. Starfsmenn fyrirtækisins sitja vítt og breytt um Evrópu (Búdapest, Barcelona, Brussel, Reykjavík, Berlín, ..), tala yfir 15 mismunandi tungumál, koma frá að minnsta kosti 3 mismunandi menningarheimum en saman ná miklum árangri sem er búið að koma fyrirtækinu í fremstu röð í heiminum á sínu sviði.
Bjarney útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lauk svo meistaragráðu í verkfræði frá tækniháskólanum í Vínarborg. Bjarney er gift Dr. Christoph Breidert og saman eiga þau tvö börn.

Ari Kristinn Jónsson  (Kristín Guðmundsdóttir til vara) kynnir fyrirlesarann.