Velgengni íslenska landsliðsins og íslenskrar knattspyrnu.

mánudagur, 23. september 2019 12:10-13:30, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík

Fyrirlesari dagsins er Guðni Bergsson formaður KSÍ, héraðsdómslögmaður, fyrrverandi landsliðsmaður í Knattspyrnu og lék 80 leiki fyrir Ísland og skoraði eitt mark ásamt því að hafa leikið 454 leiki með Val og sem atvinnumaður hjá Tottenham og Bolton í fótbolta til fjölda ára.  Guðni lék einnig 11 leiki með yngri landsliðum Íslands. Guðni Bergsson lauk embættisprófi (cand.jur) frá Lagadeild Háskóla Íslands 1997 og varð héraðsdómslögmaður 2004.  Guðni hefur starfað sem lögfræðingur hjá Landsbanka Íslands í Lúxembourg, verið meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur og einnig starfað sem sjálfstætt starfandi lögmaður.  Guðni hefur setið í stjórn Valsmanna hf., Knattspyrnuakademíu Íslands, á sæti í stefnumótunarhóp UEFA, er í Aganefnd FIFA og Tækni- og útbreiðslunefnd UEFA.

 

Sjá nánar:  https://en.wikipedia.org/wiki/Guðni_Bergsson 
og 
https://ksi.is/library/Skrar/arsthing-KSi/Guðni%20Bergsson.pdf

 

Í erindi sínu mun Guðni fjalla um hvernig Íslenska kvenna og karlalandsliðið hafa á síðustu árum notið einstakrar velgengni.  Hvernig varð þessi velgengni til og hvernig er liðin fram á við í íslenskum fótbolta.  Guðni Bergsson einn sigursælasti knattspyrnumaður Íslands og formaður KSÍ mun fara yfir leiðina með okkur.

 

Margrét Theodórsdóttir kynnir fyrirlesara