Heimsókn til Akraneskaupstaðar

mánudagur, 16. september 2019 16:30-19:00, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík


Heimsókn til Akraneskaupstaðar í boði bæjarstjóra Akraness. Farið verður í Guðlaugu við Langasand og Frístundamiðstöð við Garðavöll

 

Sævar Freyr Þráinsson klúbbfélagi og bæjarstjóri á Akranesi tekur á móti okkur.

 

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi mun vera með sérstaka opnun á Guðlaugu við Langasand fyrir Rotary miðborg mánudaginn 16. september milli 16:30 og 17:45.  Munið að taka með ykkur sundfötin og njótið þessarar náttúruperlu og kannski fara þau sem treysta sér í sjósund.  Langisandur er um eins kílómetra löng strandlengja og er eina bláfánaströnd landsins.  Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum.

Í kjölfarið eða frá kl. 17:45 verður boðið til samkomu í frístundamiðstöðinni við Garðavöll sem er golfvöllur Skagamanna.  Sævar Freyr mun þar halda stutta tölu um sýn bæjarfélags á heilsu, hamingju og vellíðan íbúa og kynna helstu áherslur í uppbyggingu bæjarins.  Jafnframt verður boðið upp á léttar veitingar.  


Vinsamlega skráið ykkur á https://www.akranes.is/is/mottaka-rotary-a-akranesi-skraning

 

Um Guðlaugu við Langasand: Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi. Guðlaug opnaði í desember og hefur slegið í gegn meðal heimamanna og ferðamanna.  Guðlaug er á þremur hæðum en þriðja hæðin næst áhorfendastúku er útsýnispallur, þar undir á annarri hæð er heit setlaug og sturtur ásamt tækjarými og á fyrstu hæð er grunn vaðlaug.  Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á mill bakkans og fjörunnar. Guðlaug er skilgreind sem náttúrulaug/afþreyingarlaug sem er opin allt árið um kring. Laugin er gjaldfrjáls og eru búningsklefar á staðnum en ágætt er að geyma verðmæti í bifreiðum því engin gæsla er í bráðabirgða búningsklefum. 

 

Um Frístundamiðstöðina við Garðavöll:  Í nýrri frístundamiðstöð sem opnaði í maí er boðið upp á glæsilega inni æfingastöðu með púttvelli og golfhermum auk þess sem miðstöðin býður upp á frábæra aðstöðu fyrir golfara og aðra gesti. Ný frístundamiðstöð er sannkallað fjölnotahús sem nýtist til margra hluta. Húsið er félagsaðstaða Leynis með afgreiðslu vallar, golfverslun, skrifstofum og fundaraðstöðu auk inni æfingaaðstöðu. Veislusalur hússins býður upp á móttöku gesta og kylfinga og rúmar 200 manns í sæti. Salurinn býður upp á að vera skipt upp í tvo til þrjá minni sali og því er hægt að vera með mismunandi hópa og gesti samtímis. Galito Bistro Café rekur veitingahluta hússins og þjónustar mat og drykk fyrir gesti hússins.

 

Sjá nánar um Guðlaugu: https://www.skagalif.is/is/utivist/gudlaug eða https://www.facebook.com/Gudlaug.NaturalPool/

Sjá nánar um Frístundamiðstöðina:  http://leynir.is/  http://leynir.is/starfsemi/veitingasala/  https://www.facebook.com/Galito-BistroCafe-1015463525320559/

Sjá nánar um Langasand: https://www.akranes.is/is/frettir/langisandur-eina-blafanastrond-landsins-arsins-2019  https://www.skagalif.is/is/utivist/langisandur-og-solmundarhofdi

 

Vinsamlega skráið ykkur á https://www.akranes.is/is/mottaka-rotary-a-akranesi-skraning

Staðsetning Guðlaugar  Hægt er að leggja bifreiðum við bílastæði við Jaðarsbraut eða við bílastæði við Akraneshöll.: https://www.bing.com/maps?v=2&pc=FACEBK&mid=8100&rtp=%7Epos.64.316705639762_-22.059946060181_Gu%C3%B0laug&cp=64.316705639762%7E-22.059946060181&lvl=16&sty=r&rtop=0%7E0%7E0%7E&mode=D&FORM=FBKPL6&mkt=en-US&fbclid=IwAR3Nt5Ja3UpNw6VUeeBddZcMpmrZOS3sNhyNdPSW4nMmJzK0uAWxogr9bik