Ágætu Rótarýfélagar,
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur er gestur okkar mánudaginn 19. nóvember. Hann mun ræða efni bókar sinnar sem kom út 8. nóvember sl :“Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki 1918.”
Var Ísland, þessi fámenna þjóð þess í stakk búin að reka sjálfstætt ríki. Hverjar voru kringumstæðurnar og hver var aðdragandinn? Gunnar Þór hefur fengið lof sem framúrskarandi rithöfundur og fyrirlesari.
Erindið er á vegum Starfsgreinanefndar og Ásta Möller mun kynna fyrirlesarann.
Bestu kveðjur,
Íris Baldursdóttir, ritari stjórnar