Jakobsvegurinn, Eiríksína Eyja Ásgrímsdóttir,

mánudagur, 31. október 2022 12:10-13:10, Nauthóll, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík, Ísland
Fyrirlesari(ar):

Eiríksína Eyja Ásgrímsdóttir, bókmenntafræðingur og fararstjóri.

Jakobsvegurinn er þekktasta pílagrímaleið í Evrópu. Eiríksína Eyja Ásgrímsdóttir bókmenntafræðingur segir frá tilurð og  sögu Jakobsvegar á Spáni, Frakklandi og í Portúgal. Hún gerir grein fyrir helstu leiðum og setur í sögu- og menningarlegt samhengi. Einnig mun hún lýsa persónulegri reynslu af því að vera leiðsögumaður á Jakobsveginum.

Fundurinn er í umsjón Ungmennanefndar. Jón Bergmundsson kynnir fyrirlesarann.

Kort af mismunandi leiðum eftir Jakobsvegi