Bjarni Reynarsson mun flytja erindi sem nefnist Borgarlínan og skipulagsmálin. Bjarni lauk Ph.D. í landfræði og borgarskipulagi frá Illinois háskólanum í Bandaríkjunum árið 1980. Hann vann á Borgarskipulagi í rúma tvo áratugi til ársins 2003 við gerð aðalskipulags og rannsóknir. Bjarni stofnaði fyrirtækið Land-ráð árið 2004 og hefur m.a. unnið kannanir um búsetuóskir og ferðavenjur fyrir Reykjavíkurborg og Vegagerðina. Hann hefur verið stundakennari við HÍ og LBHÍ um árabil.