Fyrirlesari verður Brynja Dögg Friðriksdóttir sem starfaði á vegum Íslensku friðargæslunnar hjá NATO í landinu 2018-2019. Erindi Brynju fjallar um sögu, menningu og stjórnmál í Afganistan og stöðuna sem er upp komin í landinu eftir að Bandaríkin og NATO fóru með herstyrk nýverið. Fundurinn er í umsjón Alþjóðanefndar, þar sem Sævar Kristinsson er formaður og Aðalsteinn Leifsson og Auður Björk Guðmundsdóttir með honum. Hrefna forseti mun einnig fara stuttlega yfir starfsárið framundan í upphafi fundar.