Halla Hrund er með BA próf í stjórnmálafræði og framhaldsnám á sviði alþjóðasamvinnu, opinberrar stjórnsýslu, umhverfismála og hagfræði frá hàskólunum Tufts og Harvard í Bandaríkjunum og einnig að hluta við LSE i Bretlandi.
Halla Hrund er meðstofnandi og stýrir miðstöð Norðurslóða við Harvard Háskóla. Hún er einnig einn af stofnendum Project Girls for Girls, sem vinnur að því að efla færni, hugrekki og tengslanet ungra kvenna í yfir 20 löndum.
Halla er fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland School of Energy við HR - og kúa og fjársmali við Hörgslandskot á Síðu. Hún er gift Kristjáni Frey Kristjánssyni, framkvæmdastjóra 50 Skills, og eiga þau 2 dætur - 8 ára og 1 árs gamlar.