Hrólfur Jónsson framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands mun koma á fund til okkar mánudaginn 19. apríl og segja okkur frá uppbyggingunni sem er að eiga sér stað á svæði Vísindagarðanna. Hrólfur þekkir vel til þróunar- og uppbyggingavinnu Reykjavíkurborgar enda starfaði hann áður sem skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar borgarinnar.
Það verður gaman að heyra nánar frá Hrólfi um Vísindagarða Háskóla Íslands á næsta Rótarýfundi.