Bandarísk stjórnmál

mánudagur, 19. október 2020 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Silja Bára Ómarsdóttir stjórmálafræðingur ræðir við okkur um badarísk stjórnmál í aðdraganda forsetakosinga í Bandaríkjunum, semsjaldan hafa verið meira spennandi.

Silja Bára var með einstaklega áhugavert og fróðlegt erindi þar sem hún reifaði stöðuna í Bandaríkjunum nú í aðdraganda kosninga. Hún fór yfir flókið kerfi kjörmanna og talaði um mikilvægi kjörsóknar sem getur gert útslagið hvort demókratar eða repúblikar nái meirihluta. Einnig ræddi hún um óvenjulegar aðstæður í ár vegna Covid-19. Vindar blása með Biden nú samkvæmt spám. En allt skýrist þetta í kosningunum í byrjun næsta mánaðar.