Bjarkarhlíð

mánudagur, 17. febrúar 2020 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu verður með erindi um Bjarkarhlíð.

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Bjarkarhlíð býður upp á fyrirlestra og námskeið um birtingarmyndir ofbeldis og afleiðingar þess.