Einar Kárason rithöfundur og sagnamaður af Guðs náð verður gestur á jólafundinum. Hann er höfundur nýrrar bókar um leikstjórann Friðrik Þór Friðriksson sem ber heitið "Með sigg á sálinni" og segir okkur frá afrekum hans í bland við annað skemmtilegt sem á daga hans hefur drifið.
Á jólafundinum mun einnig skemmta okkur dúettinn Baldvin og Kjartan, en þeir munu segja okkur frá bóheminum og snillingnum Jacqes Brel og flytja lög eftir hann á hinu ástkæra ylhýra.