Fiskað eftir nýjum lyfjum: Hagnýting grunnrannsókna

mánudagur, 28. október 2019 12:10-13:30, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
 Karl Ægir Karlsson er lektor við Háskólann í Reykjavík

Í fyrirlestrinum mun Karl fara yfir hvernig rannsóknaverkefni í háskóla þróaðist yfir í skipulagt kerfi til þess að finna og þróa ný lyf við sumum að skæðustu sjúkdómum sem herja á menn: Hvernig samþætting þekkingar úr verkfræði, tölvunarfræði og líffræði skapaði ný tækifæri í lyfjarannsóknum. Sögunni og tækninni verður lýst – á mannamáli – auk þess sem tekin verða dæmi um verkefni sem þegar hafa verið unninn eða eru yfirstandandi til þess að varpa skýru ljósi á framvinduna.