Gestur okkar þann 29. október er Jón von Tetzchner, fjárfestir og stofnandi Vivaldi vafrans.
Jón hefur vakið mikla athygli fyrir þau ummæli sín að hann vill að umfangsmikil gagnasöfnun fyrirtækja á borð við Apple, Facebook og Google verði bönnuð. Jón er fæddur á Íslandi árið 1967, hann á íslenska móður og norskan föður. Jón ólst upp á Seltjarnarnesi og flutti árið 1987 til Noregs til að læra tölvunarfræði við Háskólann í Osló. Þar byrjaði hann að vinna að Operu vafranum og var forstjóri Operu til ársins 2010. Fyrirtækið óx á þessum tíma úr 2 starfsmönnum upp í 750 og virkir notendur vafrans voru á þeim tíma 100 milljónir og fjölgaði áfram í 350 milljónir.
https://irishtechnews.ie/interview-with-jon-von-tetzchner-of-vivaldi/