Haldið var upp á Rótarýdaginn 23. febrúar 2021 á netinu undir stjórn umdæmisstjóra Soffíu Gísladóttur.
Gestir í "setti" voru Guðríður Helgadóttir verðandi forseti Rótarýklúbbi í Borgum með 3 mín erindi;
Bala Kamallakharan í Rótarý Rvk. International sem var með fréttaskot um Pudiyador verkefnið i Chennai á Indlandi.
Síðan var tónslistaratriði þar sem Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópransögkona og styrkþegi Rótarý á Íslandi 2020 leyfði gestum að njóta
Bogi Ágústsson fréttamaður var með aðalerindi fundarins sem fjallaði um bandarískk stjórnmál.
Að lokum var sýnt kynningarmyndband Rótarýklúbbs Héraðsbúa um Rótarýþing sem haldið verður á Austurlandi í október 2021.
Þar sem ekki reyndist unnt að skrá mætingu á hefðbundinn hátt er þeim félögum sem sátu fundinn bætt við hérna: Pétur Magnússon, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Þórunn Sigurðarsóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Svanhildur Blöndal, Hrönn Ingólfsdóttir og Ásta Möller.