Umbun VÍS til ökumanna fyrir ábyrgt aksturslag.

mánudagur, 18. janúar 2021 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík

Stjórn RRM hittist kl. 11.30 á Nauthóli ásamt Davíð Stefáni Guðmundssyni sem kynnti fyrirlesara dagsins.  Áður en Zookm fundur hófst, tók stjórn nokkur mál til umræðu. Ljóst að zoom þreytu er farið að gæta hjá félögum en engu að síður hefur mæting verið góð. Ákveðið að bíða eftir niðurstöðu "þríeykis" varðandi breytingar á samkomum og fjölda sem mega vera saman.

18. janúar verður fyrirlesari Eiður Eiðsson
, forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá VÍS, en í því starfi hefur hann komið að mjög áhugaverðum breytingum í tryggingaþjónustu sem skapað hefur umræðu í samfélaginu. Sú umbreyting snýr að umbun til viðskiptavina fyrir ábyrgt aksturslag með aðstoð gagnagreiningar og fleiri tæknilausna. Á mánudaginn mun Eiður segja okkur frá þessari þróun og áhugaverðum þáttum þar að lútandi. Það eru miklar umbreytingar á tryggingamarkaði og því verður spennandi að heyra frá aðila sem hefur starfað í hringiðu þessara breytinga.  Fjörugar umræður spunnist í lok fyrirlesturs og verður spennandi að fylgjast með þróun þessa apps.
Rætt var um Rórarýsjóðinn. Rætt um dræma viðveru starfsfmanns Rótarý á skrifstofunni. Rætt um félagsgjöld og  ? hvort ætti að hækka félagsgjöldin um 500 kr. sem verða þá 2 x 20.000 kr./ári.
Rætt um hvernig og hvenær skuli heiðra Vigdísi Finnbogadóttur félaga okkar. >Niðurstaðan var sú að sennilega væri það skynsamlegast að miða við stjórnarskiptafundinn í júní n.k. 
Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með að geta hist og ræddu um að stefna að því aftur ef langt yrði í að hópurinn allur gæti hist í Nauthóli.