Kynning á starfi Samfés

mánudagur, 26. ágúst 2019 12:10-13:10, Nauthóll Nauthólsvegi 106 101 Reykjavík
Erindi:

Kynning á starfi Samfés með sérstakri áherslu á formennsku ungmennaráðs Samfés í innleiðingu Heimsmarkmiða 4 og 4.7 á Norðurlöndum


Fyrirlesarar:

Victor Berg Guðmundsson framkvæmdastjóri Samfés og Inga María Hjartardóttir verkefnastjóri Samfés.  Unnið er að því að fá fulltrúa frá ungmennaráði Samfés einnig á fundinn.

Samfés:

Samfés eru samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, stofnuð árið 1985.
Markmið samtakanna eru meðal annars að auka samskipti og samvinnu félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, styðja öflugt lýðræðislega kjörið ungmennaráð, hafa áhrif á umræðu, hugmyndir og löggjöf um æskulýðsmál á Íslandi og svo margt fleira. Meira hér: https://samfes.is/about-us.html

Öflugt starf ungmennaráðs Samfés varð til þess að samtökin voru valin til formennsku í innleiðingu Heimsmarkmiða 4 og 4.7 á Norðurlöndunum. Markmið þessi miða að því að veita menntun fyrir alla, óháð kyni, þjóðerni, efnahag og fleiru. Verkefnið er til þriggja ára og er vel á veg komið. Það sem er mikilvægast er að ungmennin eru í framfylkingu í öllum verkefnum og fá þau loks tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Samfés mun standa fyrir alþjóðlegu ungmennaþingi 4-6. október næstkomandi, þar sem ungmenni frá öllum Norðurlöndunum munu koma saman og leggja línurnar fyrir innleiðingu markmiða 4 og 4.7.